Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2022 14:55 Mynd JWST af Neptúnusi og tunglum hans. Tríton af bjarta fyrirbærið uppi vinstra megin. NASA, ESA, CSA, STScI Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus. Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus.
Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58
Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51