„Liðsfélagarnir hafa áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 10:31 Rüdiger kann vel við sig í Madríd. Thearon W. Henderson/Getty Images Antonio Rüdiger hefur gengið vel að aðlagast nýju landi og félagi eftir skipti sín frá Chelsea á Englandi til Real Madrid á Spáni í sumar. Hann ber Carlo Ancelotti vel söguna. „Fyrstu mánuðirnir í Madríd gætu ekki hafa verið betri. Úrslitin hafa verið góð, við njótum okkar sem lið og mér hefur gengið vel að aðlagast. Ef ég á að vera hreinskilinn, hefur ekkert lið tekið eins vel á móti mér,“ segir Rüdiger í viðtali við Sport1 á Spáni. Hann segir þá að hann hafi þurft að finna sér nýtt viðurnefni, hið hefðbundna, Toni sé frátekið. „Toni var þegar tekið þar sem það á við um Toni Kroos. Þjálfarateymið kallar mig Antonio og liðsfélagarnir Rudi. Það er óhætt að segja að þeir hafa allir þegar áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður náungi,“ segir Rüdiger. Rüdiger segir þá að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hafi tekið afar vel á móti sér eftir komuna til spænsku höfuðborgarinnar. „Ég hafði verið í nýja húsinu okkar í Madríd í aðeins nokkrar klukkustundir með fjölskyldunni. Við vorum með grillveislu og dyrabjallan hringdi. Ég opnaði dyrnar og Ancelotti var mættur, vá! Hann settist með okkur og hitti fjölskylduna. Hann er mjög vingjarnlegur og almennilegur náungi. Hann sat með okkur í tvær klukkustundur og við ræddum allt milli himins og jarðar,“ segir Rüdiger. Real Madrid á bæði spænskan meistaratitil og Meistaradeildartitil að verja. Titilvörn beggja hefur farið fullkomnlega af stað þar sem félagið er með fullt hús stiga eftir sex umferðir á Spáni og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni. Liðið vann þá einnig Ofurbikar Evrópu í haust. Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir í Madríd gætu ekki hafa verið betri. Úrslitin hafa verið góð, við njótum okkar sem lið og mér hefur gengið vel að aðlagast. Ef ég á að vera hreinskilinn, hefur ekkert lið tekið eins vel á móti mér,“ segir Rüdiger í viðtali við Sport1 á Spáni. Hann segir þá að hann hafi þurft að finna sér nýtt viðurnefni, hið hefðbundna, Toni sé frátekið. „Toni var þegar tekið þar sem það á við um Toni Kroos. Þjálfarateymið kallar mig Antonio og liðsfélagarnir Rudi. Það er óhætt að segja að þeir hafa allir þegar áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður náungi,“ segir Rüdiger. Rüdiger segir þá að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hafi tekið afar vel á móti sér eftir komuna til spænsku höfuðborgarinnar. „Ég hafði verið í nýja húsinu okkar í Madríd í aðeins nokkrar klukkustundir með fjölskyldunni. Við vorum með grillveislu og dyrabjallan hringdi. Ég opnaði dyrnar og Ancelotti var mættur, vá! Hann settist með okkur og hitti fjölskylduna. Hann er mjög vingjarnlegur og almennilegur náungi. Hann sat með okkur í tvær klukkustundur og við ræddum allt milli himins og jarðar,“ segir Rüdiger. Real Madrid á bæði spænskan meistaratitil og Meistaradeildartitil að verja. Titilvörn beggja hefur farið fullkomnlega af stað þar sem félagið er með fullt hús stiga eftir sex umferðir á Spáni og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni. Liðið vann þá einnig Ofurbikar Evrópu í haust.
Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira