Gramsverslun á Þingeyri: „ Vonumst til að sögunni verði sómi gerður“ Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2022 14:54 Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurrri. Tækniþjónusta Vestfjarða „Þetta er fallegt hús á sem á sína merku sögu. Við vonumst til að sögunni verði sómi gerður.“ Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða. Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða.
Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira