Húsvíkingar ósáttir við himinhátt kattagjald og slæma þjónustu: „Það er mikið dýrahatur sem fólk finnur fyrir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 15:44 Guðný María Waage á tvo ketti og fékk rukkun upp á tæplega þrjátíu þúsund krónur í ár. Mynd/Aðsend Nokkrir kattaeigendur á Húsavík hafa óskað eftir að afskrá ketti sína eftir að leyfisgjaldið hækkaði um rúmlega tíu þúsund krónur milli ára og er nú það hæsta á landinu öllu. Einn kattareigandi segir að um óskiljanlega hækkun sé að ræða, þar sem ekkert sé í raun innifalið í gjaldinu og kettirnir fái ekki einu sinni að fara út. Það sé sjálfsagt að kattaeigendur sýni ábyrgð en eitthvað þurfi að koma á móti. Kattaeigendum í Norðurþingi brá heldur betur í brún þegar leyfisgjald til hunda- og kattahalds var hækkað í ár en gjaldið fór úr því að vera rúmlega 3.900 krónur árið 2021 yfir í 14.719 krónur árið 2022 á hvern kött. Guðný María Waage, formaður Félags hundaeigenda á Húsavík, fékk sjálf reikning upp á hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir kettina sína tvo, Freddie og Vin, og ofan á það bættist gjald fyrir hundana hennar, alls um sextíu þúsund krónur. Hún segir þetta óskiljanlega hækkun. Gjaldið hækkaði úr 3.931 krónu í 14.719 krónur milli ára fyrir hvern kött. „Ef að fólk var ekki að skrá kettina sína fyrir 3.900 krónur í fyrra þá er enginn að fara að borga þessar 14.719 krónur. Það var einn sem að borgaði það óvart og hann sér eftir því,“ segir Guðný en aðeins sextán kettir séu skráðir á Húsavík, þó þeir séu í raun mun fleiri. Sex manns skrifuðu undir undirskriftarlista sem afhentur var Norðurþingi í dag og óskuðu eftir að afskrá ketti sína vegna hækkunarinnar. Lausaganga katta er bönnuð á Húsavík og eiga kattaeigendur því þegar undir högg að sækja að sögn Guðnýjar. „Það er mjög mikið ósætti og það er mikið dýrahatur sem fólk finnur fyrir, það er hrætt um dýrið sitt að, það verði bara skotið á færi ef það sleppur út,“ segir hún. Eiga ekki alltaf rétt á endurgreiðslu Sjálf flutti Guðný til Húsavíkur fyrir fimm árum frá Hafnarfirði og þurfti þá að venja fjórtán ára útikött sinn, Vin, á að vera inni. „Ég er búin að heyra í heilbrigðiseftirlitinu í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi og þeim finnst þetta gjald líka mjög fáránlegt, að það sé verið að krefjast þessarar upphæðar. Því það kostar ekkert að eiga kött í Hafnarfirði en svo flyt ég til Húsavíkur og þá allt í einu kostar að eiga kött. Og hann má ekki einu sinni fara út,“ segir Guðný. Hinn eins árs gamli Freddie í búri sem Guðný og maðurinn hennar smíðuðu.Mynd/Aðsend Samkvæmt upplýsingum á vef Norðurþings er raunkostnaður á bak við leyfisgjaldið 9.450 krónur fyrir ormahreinsun, 769 krónur fyrir ábyrgðartryggingu katta og 4.500 krónur fyrir eftirlit. Þá kemur fram að hægt sé að fá endurgreiðslu að hluta ef sýnt er fram á að dýrið sé ormahreinsað og bólusett. Guðný bendir þó á að það sé í raun mun ódýrara hjá dýralækni en kveðið er á um í gjaldinu. Þá hafi annar köttur hennar nýverið fengið ormalyf og samkvæmt dýralækni eigi hann ekki að koma aftur fyrr en eftir tvö ár. Hún fengi því ekki endurgreiðslu á næsta ári. Hvað dýralæknaþjónustu á Húsavík varðar almennt sé henni einnig verulega ábótavant. „Það sækja allir þjónustuna á Akureyri. Það þorir enginn að fara til dýralæknisins sem er hér, sem er eiginlega sérhæfður í hestum og þess háttar, það finnst betri persónuleg þjónusta fyrir heimilisdýr á Akureyri og fólk sækir þangað,“ segir Guðný. Freddie og Vinur njóta útsýnisins úr búri þar sem þeir mega ekki ganga lausir úti.Mynd/Aðsend Væru tilbúin til að borga gjaldið ef þjónustan yrði bætt Hún hafi ítrekað haft samband við Norðurþing vegna málsins og fengið góð viðbrögð hjá stjórnmálamönnum en lítið um svör frá bænum. Ýmislegt þurfi að bæta til að gjaldið sé réttlætanlegt. „Ég væri til í að fá meiri þjónustu, ég vil að þeir fái dýralækni annars staðar af, eins og að fá dýralækni frá Akureyri hingað tvisvar á ári, og bjóða upp á bólusetningu og ormahreinsun þannig við borgum bara þetta gjald og við mætum á staðinn,“ segir Guðný og bætir við að efla þurfi sömuleiðis eftirlit, sem sé varla til staðar eins og staðan er í dag. Umræðan um að banna lausagöngu katta hefur komið upp víðar, til að mynda á Akureyri þar sem til stóð að banna lausagöngu alfarið árið 2025. Eftir mikla gagnrýni var því breytt yfir í bann að næturlagi. Þá skoðar Fjallabyggð sambærilegar aðgerðir. Guðný segir sjálfsagt að reglur séu til staðar en koma þurfi til móts við kattaeigendur. „Mér finnst það allt í lagi viðhorf af því að þú átt bara að bera ábyrgð á þínu dýri, ekki bara fá þér kött og pæla ekki meira í því. Að hafa metnað í uppeldinu, það er kannski það sem okkur Íslendingum vantar, að hafa smá metnað í þessu,“ segir hún. Kettir Norðurþing Dýraheilbrigði Gæludýr Tengdar fréttir Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. 19. júní 2022 12:26 Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. 27. apríl 2022 21:39 Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Kattaeigendum í Norðurþingi brá heldur betur í brún þegar leyfisgjald til hunda- og kattahalds var hækkað í ár en gjaldið fór úr því að vera rúmlega 3.900 krónur árið 2021 yfir í 14.719 krónur árið 2022 á hvern kött. Guðný María Waage, formaður Félags hundaeigenda á Húsavík, fékk sjálf reikning upp á hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir kettina sína tvo, Freddie og Vin, og ofan á það bættist gjald fyrir hundana hennar, alls um sextíu þúsund krónur. Hún segir þetta óskiljanlega hækkun. Gjaldið hækkaði úr 3.931 krónu í 14.719 krónur milli ára fyrir hvern kött. „Ef að fólk var ekki að skrá kettina sína fyrir 3.900 krónur í fyrra þá er enginn að fara að borga þessar 14.719 krónur. Það var einn sem að borgaði það óvart og hann sér eftir því,“ segir Guðný en aðeins sextán kettir séu skráðir á Húsavík, þó þeir séu í raun mun fleiri. Sex manns skrifuðu undir undirskriftarlista sem afhentur var Norðurþingi í dag og óskuðu eftir að afskrá ketti sína vegna hækkunarinnar. Lausaganga katta er bönnuð á Húsavík og eiga kattaeigendur því þegar undir högg að sækja að sögn Guðnýjar. „Það er mjög mikið ósætti og það er mikið dýrahatur sem fólk finnur fyrir, það er hrætt um dýrið sitt að, það verði bara skotið á færi ef það sleppur út,“ segir hún. Eiga ekki alltaf rétt á endurgreiðslu Sjálf flutti Guðný til Húsavíkur fyrir fimm árum frá Hafnarfirði og þurfti þá að venja fjórtán ára útikött sinn, Vin, á að vera inni. „Ég er búin að heyra í heilbrigðiseftirlitinu í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi og þeim finnst þetta gjald líka mjög fáránlegt, að það sé verið að krefjast þessarar upphæðar. Því það kostar ekkert að eiga kött í Hafnarfirði en svo flyt ég til Húsavíkur og þá allt í einu kostar að eiga kött. Og hann má ekki einu sinni fara út,“ segir Guðný. Hinn eins árs gamli Freddie í búri sem Guðný og maðurinn hennar smíðuðu.Mynd/Aðsend Samkvæmt upplýsingum á vef Norðurþings er raunkostnaður á bak við leyfisgjaldið 9.450 krónur fyrir ormahreinsun, 769 krónur fyrir ábyrgðartryggingu katta og 4.500 krónur fyrir eftirlit. Þá kemur fram að hægt sé að fá endurgreiðslu að hluta ef sýnt er fram á að dýrið sé ormahreinsað og bólusett. Guðný bendir þó á að það sé í raun mun ódýrara hjá dýralækni en kveðið er á um í gjaldinu. Þá hafi annar köttur hennar nýverið fengið ormalyf og samkvæmt dýralækni eigi hann ekki að koma aftur fyrr en eftir tvö ár. Hún fengi því ekki endurgreiðslu á næsta ári. Hvað dýralæknaþjónustu á Húsavík varðar almennt sé henni einnig verulega ábótavant. „Það sækja allir þjónustuna á Akureyri. Það þorir enginn að fara til dýralæknisins sem er hér, sem er eiginlega sérhæfður í hestum og þess háttar, það finnst betri persónuleg þjónusta fyrir heimilisdýr á Akureyri og fólk sækir þangað,“ segir Guðný. Freddie og Vinur njóta útsýnisins úr búri þar sem þeir mega ekki ganga lausir úti.Mynd/Aðsend Væru tilbúin til að borga gjaldið ef þjónustan yrði bætt Hún hafi ítrekað haft samband við Norðurþing vegna málsins og fengið góð viðbrögð hjá stjórnmálamönnum en lítið um svör frá bænum. Ýmislegt þurfi að bæta til að gjaldið sé réttlætanlegt. „Ég væri til í að fá meiri þjónustu, ég vil að þeir fái dýralækni annars staðar af, eins og að fá dýralækni frá Akureyri hingað tvisvar á ári, og bjóða upp á bólusetningu og ormahreinsun þannig við borgum bara þetta gjald og við mætum á staðinn,“ segir Guðný og bætir við að efla þurfi sömuleiðis eftirlit, sem sé varla til staðar eins og staðan er í dag. Umræðan um að banna lausagöngu katta hefur komið upp víðar, til að mynda á Akureyri þar sem til stóð að banna lausagöngu alfarið árið 2025. Eftir mikla gagnrýni var því breytt yfir í bann að næturlagi. Þá skoðar Fjallabyggð sambærilegar aðgerðir. Guðný segir sjálfsagt að reglur séu til staðar en koma þurfi til móts við kattaeigendur. „Mér finnst það allt í lagi viðhorf af því að þú átt bara að bera ábyrgð á þínu dýri, ekki bara fá þér kött og pæla ekki meira í því. Að hafa metnað í uppeldinu, það er kannski það sem okkur Íslendingum vantar, að hafa smá metnað í þessu,“ segir hún.
Kettir Norðurþing Dýraheilbrigði Gæludýr Tengdar fréttir Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. 19. júní 2022 12:26 Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. 27. apríl 2022 21:39 Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. 19. júní 2022 12:26
Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. 27. apríl 2022 21:39
Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32