Segja grímuklædda stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 13:00 Stuðningsmenn FCK segja stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér á Fjóni í gær. Getty/Lars Ronbog Stuðningsmönnum Bröndby og FC Kaupmannahafnar lenti saman á heimleið til Kaupmannahafnar eftir að bæði lið höfðu verið að spila á Jótlandi í gær, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira