Segja grímuklædda stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 13:00 Stuðningsmenn FCK segja stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér á Fjóni í gær. Getty/Lars Ronbog Stuðningsmönnum Bröndby og FC Kaupmannahafnar lenti saman á heimleið til Kaupmannahafnar eftir að bæði lið höfðu verið að spila á Jótlandi í gær, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira