Stúkan valdi úrvalslið Bestu-deildarinnar: Ekkert pláss fyrir Kristal því hann fór Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 23:31 Reynir Leósson var eitthvað fúll út í Kristal Mána Ingason eftir að hann yfirgaf deildina og gaf honum því ekki sæti í úrvalsliði sínu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Stúkunnar gerðu upp tímabilið í Bestu-deild karla í gærkvöldi eftir að hinum hefðbundnu 22 umferðum lauk. Meðal þess sem var á dagskrá var að kynna úrvalslið deildarinnar sem þeri Reynir Leósson og Lárus Orri Sigurðsson settu saman. Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Stúkan Besta deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stúkan Besta deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira