„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 23:16 Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sagði söguna af því þegar hún var óvænt komin á lokamót EM í knattspyrnu í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð. „Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“ Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“
Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira