Ómar Ragnarsson verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2022 16:20 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson veitti Ómari viðurkenninguna og skellihló að hnyttinni athugasemd Ómars. Þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Þetta er í þrettánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent á Degi íslenskrar náttúru. Ómar er landsmönnum vel kunnur og var í störfum sínum á fjölmiðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum landsins, áður en hann hóf baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann hefur til dæmis verið baráttumaður gegn virkjunum og barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunum á sínum tíma. Hann sagði frá því í Kompás árið 2006 hvenær hann ákvað að helga líf sitt umhverfismálum. Þá var Ómar á meðal þeirra sem börðust gegn veglagningu í Gálgahrauni í Garðabæ í október 2013. Níu voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Ómar og félagar kröfðust skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna handtökunnar. Hæstiréttur sýknaði ríkið í desember 2016. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á málefnum og að hann hafi fært þjóðinni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og fréttaefni. Þannig hafi Ómar myndað Holuhraun áður en þar fór að gjósa og komið að Grímsvatnagosinu áður en nokkur annar kom þar að. Ómar er afar mælskur og þakkaði fyrir sig með tölu eins og honum einum er lagið. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síðari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í rökstuðningi sínum. „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég eins og margir Íslendingar erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það, er Ómar Ragnarsson. Það verður aldrei hægt að mæla það hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast náttúru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur.” Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Ómar er landsmönnum vel kunnur og var í störfum sínum á fjölmiðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum landsins, áður en hann hóf baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann hefur til dæmis verið baráttumaður gegn virkjunum og barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunum á sínum tíma. Hann sagði frá því í Kompás árið 2006 hvenær hann ákvað að helga líf sitt umhverfismálum. Þá var Ómar á meðal þeirra sem börðust gegn veglagningu í Gálgahrauni í Garðabæ í október 2013. Níu voru handteknir er þeir mótmæltu framkvæmdum Álftanesvegar en þeir töldu framkvæmdirnar óafturkræf náttúruspjöll. Mótmælendur komu sér fyrir á fyrirhuguðu vinnusvæði og voru að endingu fjarlægðir af lögreglu eftir að hafa neitað að hlýða fyrirmælum hennar. Ómar og félagar kröfðust skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna handtökunnar. Hæstiréttur sýknaði ríkið í desember 2016. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á málefnum og að hann hafi fært þjóðinni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og fréttaefni. Þannig hafi Ómar myndað Holuhraun áður en þar fór að gjósa og komið að Grímsvatnagosinu áður en nokkur annar kom þar að. Ómar er afar mælskur og þakkaði fyrir sig með tölu eins og honum einum er lagið. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síðari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í rökstuðningi sínum. „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég eins og margir Íslendingar erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það, er Ómar Ragnarsson. Það verður aldrei hægt að mæla það hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast náttúru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur.”
Umhverfismál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent