Leikstjórinn Jean-Luc Godard er látinn Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 08:52 Jean-Luc Godard var einn af risum frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerð. Getty Einn af risum franskrar kvikmyndagerðar, leikstjórinn Jean-Luc Godard, er látinn, 91 árs að aldri. Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Franska blaðið Libération greinir frá andláti Godard í morgun. Godard fæddist í París árið 1930 og stundaði nám í Sviss áður en hann sneri aftur til Parísar og hóf þá skrif um kvikmyndir í dagblaði. Godard leikstýrði nokkrum stuttmyndum áður en hann sló í gegn með kvikmyndinni À bout de souffle árið 1960. Jean-Luc Godard est mort https://t.co/gDLynUc7Ta pic.twitter.com/LQ5DXWPgap— Libération (@libe) September 13, 2022 Myndin skartaði þeim Jean-Paul Belmondo og Jean Seberg í aðalhlutverkum sem glæpamaðurinn Michel og bandarísk kærasta hans, Patricia. Godard leikstýrði miklum fjölda kvikmynda stuttmynda á árunum 1957 til 2018. Síðasta mynd Godards var myndin Le Livre d'image frá árinu 2018. Godard hlaut sérstök heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2010. Frakkland Andlát Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Franska blaðið Libération greinir frá andláti Godard í morgun. Godard fæddist í París árið 1930 og stundaði nám í Sviss áður en hann sneri aftur til Parísar og hóf þá skrif um kvikmyndir í dagblaði. Godard leikstýrði nokkrum stuttmyndum áður en hann sló í gegn með kvikmyndinni À bout de souffle árið 1960. Jean-Luc Godard est mort https://t.co/gDLynUc7Ta pic.twitter.com/LQ5DXWPgap— Libération (@libe) September 13, 2022 Myndin skartaði þeim Jean-Paul Belmondo og Jean Seberg í aðalhlutverkum sem glæpamaðurinn Michel og bandarísk kærasta hans, Patricia. Godard leikstýrði miklum fjölda kvikmynda stuttmynda á árunum 1957 til 2018. Síðasta mynd Godards var myndin Le Livre d'image frá árinu 2018. Godard hlaut sérstök heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2010.
Frakkland Andlát Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55