Heimir að taka við Jamaíku Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 07:53 Heimir Hallgrímsson vakti heimsathygli með árangri sínum sem landsliðsþjálfari Íslands. Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. Þetta fullyrðir jamaíski miðillinn The Gleaner í dag. Áður hafði komið fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld að Heimir væri í viðræðum um að taka við liði erlendis. Í frétt The Gleaner segir að Heimir komi mögulega til Jamaíku strax í dag þó að hann verði ekki kynntur til leiks fyrr en á föstudag. Blaðið leitaði eftir staðfestingu hjá Rudolph Speid, yfirmanni hjá knattspyrnusambandi Jamaíku sem sagður er hafa séð um að næla í Heimi. Speid vildi hins vegar aðeins staðfesta að nýr þjálfari „Reggístrákanna“ hefði þegar fengið að hafa sitt að segja um 29 manna landsliðshópinn sem valinn var vegna landsleiks við Argentínu 27. september. Michael Ricketts, formaður knattspyrnusambandsins, vildi sömuleiðis aðeins staðfesta að nýr þjálfari yrði kynntur á föstudag. Lið á svipuðum stað og Ísland á heimslista Heimir, sem er 55 ára, hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann hætti hjá Al Arabi í Katar fyrir rúmu ári síðan. Hann þjálfaði áður íslenska landsliðið á árunum 2011 til 2018 og fór með því á EM 2016 og HM 2018 áður en hann ákvað að kveðja. Í sumar hefur Heimir hjálpað til hjá sínu gamla félagi ÍBV en hann var ekki á staðnum þegar liðið mætti Fram á sunnudaginn í Bestu deild karla. Jamaíka er sæti fyrir ofan Ísland á heimslista FIFA, í 62. sæti. Liðið endaði í 6. sæti í úrslitakeppni Mið- og Norður-Ameríku um sæti á HM en þrjú efstu liðin komust á mótið og liðið í 4. sæti í umspil. Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Þetta fullyrðir jamaíski miðillinn The Gleaner í dag. Áður hafði komið fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld að Heimir væri í viðræðum um að taka við liði erlendis. Í frétt The Gleaner segir að Heimir komi mögulega til Jamaíku strax í dag þó að hann verði ekki kynntur til leiks fyrr en á föstudag. Blaðið leitaði eftir staðfestingu hjá Rudolph Speid, yfirmanni hjá knattspyrnusambandi Jamaíku sem sagður er hafa séð um að næla í Heimi. Speid vildi hins vegar aðeins staðfesta að nýr þjálfari „Reggístrákanna“ hefði þegar fengið að hafa sitt að segja um 29 manna landsliðshópinn sem valinn var vegna landsleiks við Argentínu 27. september. Michael Ricketts, formaður knattspyrnusambandsins, vildi sömuleiðis aðeins staðfesta að nýr þjálfari yrði kynntur á föstudag. Lið á svipuðum stað og Ísland á heimslista Heimir, sem er 55 ára, hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann hætti hjá Al Arabi í Katar fyrir rúmu ári síðan. Hann þjálfaði áður íslenska landsliðið á árunum 2011 til 2018 og fór með því á EM 2016 og HM 2018 áður en hann ákvað að kveðja. Í sumar hefur Heimir hjálpað til hjá sínu gamla félagi ÍBV en hann var ekki á staðnum þegar liðið mætti Fram á sunnudaginn í Bestu deild karla. Jamaíka er sæti fyrir ofan Ísland á heimslista FIFA, í 62. sæti. Liðið endaði í 6. sæti í úrslitakeppni Mið- og Norður-Ameríku um sæti á HM en þrjú efstu liðin komust á mótið og liðið í 4. sæti í umspil.
Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira