Hægt að spila sem stelpurnar okkar í FIFA 23 Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 07:31 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir verða í FIFA 23, bæði í íslenska landsliðinu og í félagsliðum sínum, West Ham og PSG. Getty/Joe Prior Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands í fótbolta eru á meðal þeirra liða sem hægt verður að velja í næstu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum gríðarvinsæla, FIFA 23. Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir). Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir).
Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira