Kostnaður við eina jarðarför getur slegið í fjórar milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2022 09:36 Athugun Kristjáns leiðir í ljós að algengur kostnaður við útför sé um tvær milljónir króna. Hann þekkir dæmi um að jarðarför hafi kostað ríflega fjórar milljónir króna. vísir/rakel Kristján Hreinsson skáld hefur skorið upp herör gegn því sem hann segir óskiljanlegan og óforsvaranlegan kostnað við jarðarfarir. Formaður Landsambands eldri borgara segir eldra fólk skelfingu lostið og ekki þora að deyja. „Einn sendi mér einkaskilaboð og sagði mér að jarðarför í fjölskyldu hans hafi kostað rúmlega fjórar milljónir,“ segir Kristján forviða í samtali við blaðamann Vísis. Á Facebook-síðu Kristjáns má finna fjörlega umræðu um þetta efni og víst er að margir eru skáldinu sammála. En þeir eru líka til sem telja þetta heldur hryssingslega umræðu. Kristján segir að upphaf þessarar hennar megi rekja til ljóðs sem hann skrifaði á sérstaka ljóðasíðu sem hann heldur úti á Facebook og heitir Ljóðin um veginn. „Og segið svo að ljóðið sé dautt,“ segir Kristján en ljóðið birti hann í sumar, 25. júlí nánar tiltekið og heitir það Fyrirmæli. Ljóð Kristjáns sem kveikti heita umræðu um jarðarfarir og kostnaðinn sem því fylgir að koma ættingjum sínum fyrir í vígða jörð.skjáskot Ljóðasíðan er býsna virk en Kristján fylgir ljóði sínu úr hlaði með fáeinum orðum og skefur ekki af því. Að kveikjan sé „yndislega klikkuð tölfræði“ sem Kristján vill ekki taka þátt í. Nefnilega sú að á ári hverju deyi rúmlega 2000 Íslendingar. Ódýrustu útfarir kosti um 700.000 krónur en yfirleitt kosti útför meira en milljón. „Þetta er ljótt ljóð, Kristján“ „Útfarir á Íslandi kosta þannig allavega tvo milljarða á ári hverju. Þegar ég drepst vil ég enga útför. Ég tel útfarir hjákátlegt tildur. Í mínum huga er vígð mold einstaklega bjánaleg og kvikindisleg leið til að selja fólki aðgang að himnaríki,“ segir Kristján skelmislega og ekki stendur á viðbrögðum. Séra Örn Bárður Jónsson skrifar í athugasemd um ljóðið: „Þetta er ljótt ljóð, Kristján, fullt af fordómum. Auðvitað virði ég þínar óskir en segðu þínum nánustu þær, án þess að niðurlægja meirihluta landsmanna, sem velja það sem þú kennir við fjandann.“ Kristján svarar guðsmanninum fullum hálsi, segist engan niðurlægðan þó hann viðri sínar skoðanir. Og hann bætir í ef eitthvað er þó fyrir liggi að Séra Erni Bárði sárni fyrir hönd sinnar kirkju: Kristjáni Hreinssyni blöskrar hinn mikli kostnaður við útfarir og bætir frekar í en hitt þegar guðsmenn reyna að tala um fyrir honum í þeim efnum.aðsend „Ég lít á útför sem hjákátlegt og reyndar fíflalegt tildur. Athafnir sem blekkja fólk vísvitandi eru auðvitað fjandsamlegar og hreinlega skaðlegar fyrir alla menn. Loforðahröngl kristninnar er innantóm blekking. Ef það eru fordómar að vera mótfallinn hégómlegri heimsku, þá felast einnig fórdómar í því að heimta að fólk haldi í þá heimsku að greiða eina milljón fyrir að drepast,“ segir Kristján og gefur ekki tommu eftir. Fólk þori ekki að deyja Kristján Hreinsson talar nú fyrir því að samtök verði stofnuð til að berjast gegn þessu sem hann telur hina mestu ósvinnu. Kristján, sem er sjálfur 65 ára, neitar því að það sé komið haust í ljóð sín; hann býr á Ítalíu og segist horfa brosandi fram veginn. En hann vonast til þess að fólk taki sig saman og leiti leiða til að berja þennan kostnað niður. Skáldið segist hafa hugleitt þetta lengi, hann hefur talað við útfararstofur og kynnt sér málið í þaula. Þá hefur hann sett sig í samband við Landsamband eldri borgara (LEB), hvort þetta sé ekki verðugt viðfangsefni þar á bæ? Helgi Pétursson er formaður Landsambandsins og hann segir vert að skoða málið. „Þetta er ekki það vitlausasta sem Kristján hefur látið sér detta í hug,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Fólk er skelfingu lostið og þorir ekki að deyja. Þetta eru slíkir reikningar.“ Helgi Pétursson formaður LEB segir að okrið nái út yfir gröf og dauða.vísir/vilhelm Helgi segir Kristján hafa talað við fjórar útfararstofur og samkvæmt skáldinu þá er algengur prís á eina útför tvær milljónir. „Það er búið að okra á okkur samfellt alla ævina og það heldur áfram yfir gröf og dauða.“ Helgi segir nú breytta tíma, hans kynslóð sé opnari en áður hafi verið með eldri borgara að ræða opinskátt og fordómalaust ýmsa möguleika eins og hjálp við að deyja og ýmislegt annað. Menn geti alveg skoðað þessa hlið mála einnig. „Hugsum málið,“ segir Helgi. Eldri borgarar Ljóðlist Samfélagsmiðlar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
„Einn sendi mér einkaskilaboð og sagði mér að jarðarför í fjölskyldu hans hafi kostað rúmlega fjórar milljónir,“ segir Kristján forviða í samtali við blaðamann Vísis. Á Facebook-síðu Kristjáns má finna fjörlega umræðu um þetta efni og víst er að margir eru skáldinu sammála. En þeir eru líka til sem telja þetta heldur hryssingslega umræðu. Kristján segir að upphaf þessarar hennar megi rekja til ljóðs sem hann skrifaði á sérstaka ljóðasíðu sem hann heldur úti á Facebook og heitir Ljóðin um veginn. „Og segið svo að ljóðið sé dautt,“ segir Kristján en ljóðið birti hann í sumar, 25. júlí nánar tiltekið og heitir það Fyrirmæli. Ljóð Kristjáns sem kveikti heita umræðu um jarðarfarir og kostnaðinn sem því fylgir að koma ættingjum sínum fyrir í vígða jörð.skjáskot Ljóðasíðan er býsna virk en Kristján fylgir ljóði sínu úr hlaði með fáeinum orðum og skefur ekki af því. Að kveikjan sé „yndislega klikkuð tölfræði“ sem Kristján vill ekki taka þátt í. Nefnilega sú að á ári hverju deyi rúmlega 2000 Íslendingar. Ódýrustu útfarir kosti um 700.000 krónur en yfirleitt kosti útför meira en milljón. „Þetta er ljótt ljóð, Kristján“ „Útfarir á Íslandi kosta þannig allavega tvo milljarða á ári hverju. Þegar ég drepst vil ég enga útför. Ég tel útfarir hjákátlegt tildur. Í mínum huga er vígð mold einstaklega bjánaleg og kvikindisleg leið til að selja fólki aðgang að himnaríki,“ segir Kristján skelmislega og ekki stendur á viðbrögðum. Séra Örn Bárður Jónsson skrifar í athugasemd um ljóðið: „Þetta er ljótt ljóð, Kristján, fullt af fordómum. Auðvitað virði ég þínar óskir en segðu þínum nánustu þær, án þess að niðurlægja meirihluta landsmanna, sem velja það sem þú kennir við fjandann.“ Kristján svarar guðsmanninum fullum hálsi, segist engan niðurlægðan þó hann viðri sínar skoðanir. Og hann bætir í ef eitthvað er þó fyrir liggi að Séra Erni Bárði sárni fyrir hönd sinnar kirkju: Kristjáni Hreinssyni blöskrar hinn mikli kostnaður við útfarir og bætir frekar í en hitt þegar guðsmenn reyna að tala um fyrir honum í þeim efnum.aðsend „Ég lít á útför sem hjákátlegt og reyndar fíflalegt tildur. Athafnir sem blekkja fólk vísvitandi eru auðvitað fjandsamlegar og hreinlega skaðlegar fyrir alla menn. Loforðahröngl kristninnar er innantóm blekking. Ef það eru fordómar að vera mótfallinn hégómlegri heimsku, þá felast einnig fórdómar í því að heimta að fólk haldi í þá heimsku að greiða eina milljón fyrir að drepast,“ segir Kristján og gefur ekki tommu eftir. Fólk þori ekki að deyja Kristján Hreinsson talar nú fyrir því að samtök verði stofnuð til að berjast gegn þessu sem hann telur hina mestu ósvinnu. Kristján, sem er sjálfur 65 ára, neitar því að það sé komið haust í ljóð sín; hann býr á Ítalíu og segist horfa brosandi fram veginn. En hann vonast til þess að fólk taki sig saman og leiti leiða til að berja þennan kostnað niður. Skáldið segist hafa hugleitt þetta lengi, hann hefur talað við útfararstofur og kynnt sér málið í þaula. Þá hefur hann sett sig í samband við Landsamband eldri borgara (LEB), hvort þetta sé ekki verðugt viðfangsefni þar á bæ? Helgi Pétursson er formaður Landsambandsins og hann segir vert að skoða málið. „Þetta er ekki það vitlausasta sem Kristján hefur látið sér detta í hug,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Fólk er skelfingu lostið og þorir ekki að deyja. Þetta eru slíkir reikningar.“ Helgi Pétursson formaður LEB segir að okrið nái út yfir gröf og dauða.vísir/vilhelm Helgi segir Kristján hafa talað við fjórar útfararstofur og samkvæmt skáldinu þá er algengur prís á eina útför tvær milljónir. „Það er búið að okra á okkur samfellt alla ævina og það heldur áfram yfir gröf og dauða.“ Helgi segir nú breytta tíma, hans kynslóð sé opnari en áður hafi verið með eldri borgara að ræða opinskátt og fordómalaust ýmsa möguleika eins og hjálp við að deyja og ýmislegt annað. Menn geti alveg skoðað þessa hlið mála einnig. „Hugsum málið,“ segir Helgi.
Eldri borgarar Ljóðlist Samfélagsmiðlar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent