Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2022 11:00 Tilraun var gerð til mínútu þagnar til að heiðra minningu Bretlandsdrottningar. Ian MacNicol/Getty Images Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15