Barcelona kaupir dýrasta leikmann heims Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 16:00 Walsh í baráttunni við Alexiu Putellas í leik Barcelona og Man City á síðasta ári. Walsh fyllir nú skarð Putellas sem verður frá í allt að ár. Emmanuele Ciancaglini/Quality Sport Images/Getty Images Barcelona hefur gengið frá kaupum á Evrópumeistarann Keiru Walsh frá Manchester City á Englandi. Hún verður dýrasta knattspyrnukona sögunnar með skiptunum. Manchester City hefur hafnað ítrekuðum tilboðum Börsunga í Walsh í sumar en Barcelona er ákvðið í að bæta upp fyrir tap sitt í úrslitum Meistaradeildarinnar í vor og fara alla leið í ár. City hefur nú samþykkt tilboð frá Barcelona upp á 350 til 400 þúsund pund, en aldrei hefur kvenkyns leikmaður verið keyptur fyrir hærri upphæð. Fyrra met er talið vera kaup Chelsea á Pernille Harder frá Wolfsburg árið 2020 fyrir 300 þúsund pund. Walsh átti aðeins ár eftir af samningi sínum en hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Manchester City, frá árinu 2014. Hún sögð spennt fyrir því að færa sig um set og takast á við nýja áskorun með Barcelona sem vann bæði spænsku deildina og bikarinn á síðustu leiktíð. Talið er að hún muni fylla skarð Alexiu Putellas, sem átti frábæra leiktíð með Katalóníuliðinu, en sleit krossband í júlí, rétt fyrir EM. Vel má vera að hún missi af allri komandi leiktíð vegna meiðslanna. Hún var lykilleikmaður í liði Englands sem vann EM í sumar og var valin maður leiksins í úrslitaleik mótsins þar sem England vann Þýskaland á Wembley. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Manchester City hefur hafnað ítrekuðum tilboðum Börsunga í Walsh í sumar en Barcelona er ákvðið í að bæta upp fyrir tap sitt í úrslitum Meistaradeildarinnar í vor og fara alla leið í ár. City hefur nú samþykkt tilboð frá Barcelona upp á 350 til 400 þúsund pund, en aldrei hefur kvenkyns leikmaður verið keyptur fyrir hærri upphæð. Fyrra met er talið vera kaup Chelsea á Pernille Harder frá Wolfsburg árið 2020 fyrir 300 þúsund pund. Walsh átti aðeins ár eftir af samningi sínum en hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Manchester City, frá árinu 2014. Hún sögð spennt fyrir því að færa sig um set og takast á við nýja áskorun með Barcelona sem vann bæði spænsku deildina og bikarinn á síðustu leiktíð. Talið er að hún muni fylla skarð Alexiu Putellas, sem átti frábæra leiktíð með Katalóníuliðinu, en sleit krossband í júlí, rétt fyrir EM. Vel má vera að hún missi af allri komandi leiktíð vegna meiðslanna. Hún var lykilleikmaður í liði Englands sem vann EM í sumar og var valin maður leiksins í úrslitaleik mótsins þar sem England vann Þýskaland á Wembley.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira