„Ég treysti þeim í allt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 11:30 Amanda Andradóttir kom við sögu í einum leik á EM og hefur leikið átta A-landsleiki, aðeins 18 ára gömul. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira