Ósýnilegu börnin Guðlaugur Kristmundsson skrifar 6. september 2022 07:31 Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun