Misstu allt sitt í eldsvoða: „Það var hryllingur að koma hingað inn“ Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 5. september 2022 15:22 Erna Kristín og Benedikt munu fá inni hjá móður Ernu Kristínar til að byrja með. Vísir/Egill Erna Kristín Brynjarsdóttir og Benedikt Hjalti Sveinsson upplifðu martröð í morgun þegar kviknaði í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Ásbrú í Reykjanesbraut í morgun. Þau misstu allt sitt í brunanum. Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47