Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. september 2022 12:22 Harpa Þórsdóttir hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Íslands síðustu ár og var skipuð nýr þjóðminjavörður á dögunum. Á myndinni er Harpa með Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“ Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“
Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32