Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:39 De Kirchner lifði banatilræðið af. Getty/Matías Baglietto Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði. Argentína Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði.
Argentína Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira