Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 13:39 Harpa, nýskipaður þjóðminjavörður og Lilja sem skipaði hana án auglýsingar. Það hefur valdið verulegri óánægju; bæði er Lilja talin hafa forsmáð fræðin og brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að skipa í stöðuna án auglýsingar. stjr Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna skipunarinnar. Gagnrýnin beinist ekki að Hörpu „Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og BHM á verklagi menningar- og viðskiptaráðuneytis við skipun þjóðminjavarðar þann 25.8.2022,“ segir í yfirlýsingunni sem er til þess að gera stutt en hana sendir fyrir hönd félagsins Ármann Guðmundsson sérfræðingur. Þar segir ennfremur: „Félagið harmar að ráðuneyti og ráðherra hafi valið að auglýsa ekki embættið til umsóknar. Verklagið lýsir metnaðarleysi ráðuneytisins í garð Þjóðminjasafns Íslands, ber vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn í heild.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að hér sé um að ræða gagnrýni á verklagi, en ekki að spjótum sé beint að þeim sem skipuð var og er það í takti við aðrar yfirlýsingar sem fram hafa komið um þessa skipan: „Gagnrýnin beinist alfarið að ferli skipunarinnar en ekki að Hörpu Þórsdóttur.“ Framsókn leiði handráðningar í stöður á vegum hins opinbera Vísir hefur greint ítarlega frá þessum máli en gagnrýnin hefur ekki síst byggst á stjórnsýslulegum sjónarmiðum. Í viðtali við fréttastofu segir Lilja að Harpa sé hæf en gagnrýnin hefur ekki snúið að því heldur hvernig að málum er staðið. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur segir að með þessum handráðningum ráðherra sé verið að hverfa ár og áratugi aftur í tímann: „Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur?“ spyr Haukur í nýlegri grein um málið. Íslensk fræði Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Tengdar fréttir Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna skipunarinnar. Gagnrýnin beinist ekki að Hörpu „Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og BHM á verklagi menningar- og viðskiptaráðuneytis við skipun þjóðminjavarðar þann 25.8.2022,“ segir í yfirlýsingunni sem er til þess að gera stutt en hana sendir fyrir hönd félagsins Ármann Guðmundsson sérfræðingur. Þar segir ennfremur: „Félagið harmar að ráðuneyti og ráðherra hafi valið að auglýsa ekki embættið til umsóknar. Verklagið lýsir metnaðarleysi ráðuneytisins í garð Þjóðminjasafns Íslands, ber vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn í heild.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að hér sé um að ræða gagnrýni á verklagi, en ekki að spjótum sé beint að þeim sem skipuð var og er það í takti við aðrar yfirlýsingar sem fram hafa komið um þessa skipan: „Gagnrýnin beinist alfarið að ferli skipunarinnar en ekki að Hörpu Þórsdóttur.“ Framsókn leiði handráðningar í stöður á vegum hins opinbera Vísir hefur greint ítarlega frá þessum máli en gagnrýnin hefur ekki síst byggst á stjórnsýslulegum sjónarmiðum. Í viðtali við fréttastofu segir Lilja að Harpa sé hæf en gagnrýnin hefur ekki snúið að því heldur hvernig að málum er staðið. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur segir að með þessum handráðningum ráðherra sé verið að hverfa ár og áratugi aftur í tímann: „Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur?“ spyr Haukur í nýlegri grein um málið.
Íslensk fræði Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Tengdar fréttir Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12
Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03