Gengur fram af fólki og eignast aðdáendur með svæsnasta hlaðvarpi landsins Snorri Másson skrifar 2. september 2022 08:01 Kynlífsklúbbar í Berlín, misgóð Tinder-deit og það eilífa verkefni að hætta að deita meth-hausa. Þetta eru ósköp eðlileg viðfangsefni Vigdísar Howser Harðardóttur í hlaðvarpi hennar Kallaðu mig Howser og á engan er hallað þegar fullyrt er að þar fari yfirgengilegasta hlaðvarp landsins. Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Hlaðvarpið hefur vakið töluverða athygli þótt ljóst sé að ekki allir geti fengið sig til að hlusta á eins vafningalausa lýsingu á róttækum lifnaðarháttum. Áheyrn er sögu ríkari - í innslaginu hér að ofan er hlýtt á brot af því besta úr hlaðvarpinu og brot af því besta af TikTok-aðgangi stjórnandans, ásamt því sem rætt er við Vigdísi sjálfa. Umfjöllun hefst á níundu mínútu. Vigdís Howser er mörgum kunn af samfélagsmiðlum og nú sífellt fleirum vegna hlaðvarps hennar, Kallaðu mig Howser.INSTAGRAM Vigdísi Howser er margt til lista lagt, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, TikTok-stjarna og nú er hún sest á skólabekk. Þá ætlar Vigdís að gefa út hlaðvarpsþátt reglulega með náminu. „Mig langaði bara að hafa gaman, fyrst og fremst,“ segir hún um hlaðvarpið. „Svo er þetta líka bara smá sálfræðitími fyrir mig að ræða alls konar hluti og gera fortíðina aðeins upp. Íslendingar eru svolítið feimnir. Það er mjög algengt í erlendum hlaðvörpum að fólk sé að tala um alls konar. Það sem ég er að hlusta á, það er enginn filter þar. Og mig langaði svolítið að vera bara með engan filter. Þá heyrir fólk og hugsar já, þetta er eitthvað sem ég hef gert, en það má ekki tala um það.“ Vigdís er nýflutt heim til Reykjavíkur frá Berlín og bendir á hið augljósa að hér heima er ekki eins rótgróin klúbbamenning eins og hún fékk að kynnast í Berlín. „En ég held að klúbbamenningin þarna úti snúist ekki bara um dóp og kynlíf og það, heldur líka um samheldni og samfélag. Mér finnst það vera í Berlín, að fara að dansa og ná saman á dansgólfinu,“ segir Vigdís og bætir við: „Og svo kannski bara í annað herbergi og gera það sem þú vilt gera. Það verður líka að vera frelsi fyrir því.“ Lopapeysa og nám Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Sú deild hóf starfsemi í bráðabirgðahúsnæði við Borgartún í síðustu viku og hefur farið vel af stað. Námið er alveg nýtt hér á landi, það er í bili á bachelor-stigi, 12 nemenda hópur sem fer saman í gegnum námið, en síðan verður einnig boðið upp á meistaranám þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by @vigdis.howser „Mig langar að leikstýra, gera handrit og ég er núna að læra að vera handritshöfundur. En maður lærir samt allt, leikstjórn, handritaskrif, framleiðslu, hljóð og svo framvegis. Svo getum við valið í hverju við sérhæfum okkur. Þetta er náttúrulega bara frábært og margir hafa beðið eftir þessu lengi. Það vantar náttúrulega mikið af fólki í bransann hér á Íslandi, þar sem erlend framleiðsla er sífellt meiri og þar vill fólk vera með íslenskt starfsfólk,“ segir Vigdís. Vigdís hefur hafið nám í nýstofnaðri kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar
Samfélagsmiðlar Kynlíf Ísland í dag Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira