Klopp segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2022 07:00 Jürgen Klopp vill að Liverpool taki meiri áhættu á leikmannamarkaðnum. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum nú þegar félagið er í leit að miðjumanni rétt áður en félagsskiptaglugginn í flestum deildum evrópu lokar á morgun. Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira