Fósturforeldrar eru ekki einnota Guðlaugur Kristmundsson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun