Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur unnið fjölda titla í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi, og ætlar sér að halda því áfram á Ítalíu. Nú er hún hins vegar stödd á Íslandi vegna komandi stórleikja í undankeppni HM. Stöð 2 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn