„Svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2022 10:32 Þorgerður Katrín á þrjú börn en Katrín dóttir hennar er einhverf og með þroskahömlun. Mynd/Bjarni Einarsson Samtök atvinnulífsins og fyrirtæki öll verða að vera duglegri að gefa fötluðum börnum sem lokið hafa skólagöngu tækifæri í lífinu en staða þeirra og tækifæri eftir ákveðin aldur eru afar takmarkaðir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira