Parker fær sparkið eftir afhroðið á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 08:00 Scott Parker á hliðarlínunni á Anfield. Robin Jones/Getty Images Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16. Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Scott Parker tók við Bournemouth fyrir síðustu leiktíð er liðið lék í ensku B-deildinni. Þar áður þjálfaði hann Fulham. Parker stýrði Bournemouth upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili en liðið endaði í 2. sæti B-deildar með 88 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham sem vann deildina. Tímabilið hjá Bournemouth byrjaði vel en liðið mætti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið niður á við en nýliðarnir hafa mætt Manchester City, Arsenal og Liverpool í deildinni síðan þá. Í millitíðinni tókst þeim að leggja Norwich City að velli eftir vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum. Svo virðist sem forráðamenn Bournemouth hafi fengið nóg er liðið var gjörsigrað á Anfield um helgina, staðan var 5-0 í hálfleik og voru mörk heimamanna orðin níu er flautað var til leiksloka. Eftir að hugsa sig um var ákveðið að láta Parker taka poka sinn. Er hann fyrsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn á þessari leiktíð. AFC Bournemouth can announce that the club has parted company with head coach Scott Parker.— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) August 30, 2022 Parker líður eflaust eins og hann hefði mátt fá meiri hjálp á leikmannamarkaðnum en Bournemouth hefur aðeins sótt fimm nýja leikmenn í sumar, þar af þrjá á frjálsi sölu. Á sama tíma er Nottingham Forest búið að sækja 19 nýja leikmenn og Fulham sjö. Bournemouth er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir og markatöluna 2-16.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56 Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. 27. ágúst 2022 15:56
Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði 27. ágúst 2022 21:30