Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Elísabet Hanna skrifar 29. ágúst 2022 13:36 Systur voru framlag okkar í Eurovision í ár. EBU Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. Systur sigruðu í fyrra Íslenska undankeppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári en þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision. Í fyrra var það hljómsveitin Systur sem skipar þau Siggu, Elínu, Betu og Eyþór sem keppti fyrir Íslands hönd. Þau fóru út með lagið Með hækkandi sól sem Lay Low samdi. Lagið komst áfram í úrslitakeppnina á Ítalíu og vakti mikla lukku. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Allir geta tekið þátt Þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir geta allir tekið þátt með því að senda inn lag hér. Líkt og áður verða tíu lög valin til þess að keppa um sæti í stóru keppninni sem valið verður með sama hætti og undanfarin ár. Sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV koma til með að fara yfir lögin sem send verða inn. Auk þess sem opnað hefur verið fyrir umsóknir verður óskað eftir sérstökum framlögum frá reyndum og vinsælum lagahöfundum til þess að taka þátt. View this post on Instagram A post shared by Söngvakeppnin (@songvakeppnin) Umsóknarfrestur rennur út í október Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 4. október næstkomandi en í janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Undanúrslitin fara fram 18. og 25. febrúar og fer úrslitakvöldið fram laugardaginn 4. mars. Þar keppast fjögur lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 2023 en sem fyrr áskilur framkvæmdastjórn keppninnar sér leyfi til að hleypa auka lagi áfram í úrslitin. View this post on Instagram A post shared by Söngvakeppnin (@songvakeppnin) Erlendar stjörnur koma fram Í ár verður engin undantekning á þeirri hefð sem hefur myndast síðustu ár að fá erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum til þess að troða upp í Höllinni á úrslitakvöldinu. Stjörnur á borð við Tusse, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri hafa komið fram og verður spennandi að sjá hver lætur sjá sig í ár. View this post on Instagram A post shared by Tousin Tusse Chiza (@tusseofc) Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31 „Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. 15. ágúst 2022 13:30 Júrógarðurinn: Súrsætur endir á stórkostlegu ævintýri Þá er komið að lokum hér í Eurovision heiminum í Tórínó og Júrógarðurinn lítur yfir farinn veg í uppgjörs þætti beint úr blaðamannahöllinni. 15. maí 2022 01:09 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Systur sigruðu í fyrra Íslenska undankeppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári en þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision. Í fyrra var það hljómsveitin Systur sem skipar þau Siggu, Elínu, Betu og Eyþór sem keppti fyrir Íslands hönd. Þau fóru út með lagið Með hækkandi sól sem Lay Low samdi. Lagið komst áfram í úrslitakeppnina á Ítalíu og vakti mikla lukku. View this post on Instagram A post shared by Systur (@systurmusic) Allir geta tekið þátt Þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir geta allir tekið þátt með því að senda inn lag hér. Líkt og áður verða tíu lög valin til þess að keppa um sæti í stóru keppninni sem valið verður með sama hætti og undanfarin ár. Sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV koma til með að fara yfir lögin sem send verða inn. Auk þess sem opnað hefur verið fyrir umsóknir verður óskað eftir sérstökum framlögum frá reyndum og vinsælum lagahöfundum til þess að taka þátt. View this post on Instagram A post shared by Söngvakeppnin (@songvakeppnin) Umsóknarfrestur rennur út í október Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 4. október næstkomandi en í janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Undanúrslitin fara fram 18. og 25. febrúar og fer úrslitakvöldið fram laugardaginn 4. mars. Þar keppast fjögur lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 2023 en sem fyrr áskilur framkvæmdastjórn keppninnar sér leyfi til að hleypa auka lagi áfram í úrslitin. View this post on Instagram A post shared by Söngvakeppnin (@songvakeppnin) Erlendar stjörnur koma fram Í ár verður engin undantekning á þeirri hefð sem hefur myndast síðustu ár að fá erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum til þess að troða upp í Höllinni á úrslitakvöldinu. Stjörnur á borð við Tusse, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri hafa komið fram og verður spennandi að sjá hver lætur sjá sig í ár. View this post on Instagram A post shared by Tousin Tusse Chiza (@tusseofc)
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31 „Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. 15. ágúst 2022 13:30 Júrógarðurinn: Súrsætur endir á stórkostlegu ævintýri Þá er komið að lokum hér í Eurovision heiminum í Tórínó og Júrógarðurinn lítur yfir farinn veg í uppgjörs þætti beint úr blaðamannahöllinni. 15. maí 2022 01:09 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 25. ágúst 2022 17:31
„Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. 15. ágúst 2022 13:30
Júrógarðurinn: Súrsætur endir á stórkostlegu ævintýri Þá er komið að lokum hér í Eurovision heiminum í Tórínó og Júrógarðurinn lítur yfir farinn veg í uppgjörs þætti beint úr blaðamannahöllinni. 15. maí 2022 01:09