Arnari frjálst að velja Aron Einar Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 11:16 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta mánuði. Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira