Veitingastaðareigandinn úr Beverly Hills er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 22:35 Joe Tata með kollega sínum Tiffani Thiessen úr Beverly Hills 90210. Skjáskot Joe E. Tata, sem lék Nat, eiganda Peach Pit veitingastaðarins, í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, er látinn. Tata var orðinn 85 ára gamall en hafði glímt við Alzheimer frá árinu 2014. Margir muna eflaust eftir Tata úr hinum sígildu bandarísku sjónvarpsþáttum Beverly Hills 90210. Hann lék þar Nat eiganda Peach Pit, sem aðalsöguhetjur þáttanna, þau Brandon, Brenda, Dylan, Kelly og fleiri, sóttu nær daglega eftir skóla. Tata lék í 238 þáttum af alls 293 sem gerðir voru af Beverly Hills 90210. Þá kom hann einnig fyrir nokkrum sinnum í endurgerð þáttanna, sem hét 90210. Auk þessa lék hann í Magnum P.I., The Rockford Files, Hill Street Blues, Batman og The A-Team. Ian Ziering, sem lék með honum í Beverly Hills, skrifar á samfélagsmiðlum að Tata hafi verið goðsögn í faginu. „Ég man eftir að hafa séð hann í The Rockford Files með James Garner mörgum árum áður en við urðum samstarfsmenn í 90210. Hann lék líka oft einn af vondu köllunum í Batman-þáttunum. Hann var einn hamingjusamasti maður sem ég hef unnið með, hann hikaði ekki við að leiðbeina manni og sýna manni vinsemd,“ skrifar Ziering. Hollywood Bíó og sjónvarp Andlát Bandaríkin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Margir muna eflaust eftir Tata úr hinum sígildu bandarísku sjónvarpsþáttum Beverly Hills 90210. Hann lék þar Nat eiganda Peach Pit, sem aðalsöguhetjur þáttanna, þau Brandon, Brenda, Dylan, Kelly og fleiri, sóttu nær daglega eftir skóla. Tata lék í 238 þáttum af alls 293 sem gerðir voru af Beverly Hills 90210. Þá kom hann einnig fyrir nokkrum sinnum í endurgerð þáttanna, sem hét 90210. Auk þessa lék hann í Magnum P.I., The Rockford Files, Hill Street Blues, Batman og The A-Team. Ian Ziering, sem lék með honum í Beverly Hills, skrifar á samfélagsmiðlum að Tata hafi verið goðsögn í faginu. „Ég man eftir að hafa séð hann í The Rockford Files með James Garner mörgum árum áður en við urðum samstarfsmenn í 90210. Hann lék líka oft einn af vondu köllunum í Batman-þáttunum. Hann var einn hamingjusamasti maður sem ég hef unnið með, hann hikaði ekki við að leiðbeina manni og sýna manni vinsemd,“ skrifar Ziering.
Hollywood Bíó og sjónvarp Andlát Bandaríkin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira