Stallone lét húðflúra hund yfir eiginkonuna sem sótti um skilnað Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 17:49 Jennifer Flavin og Sylvester Stallone eru að skilja eftir 25 ára hjónaband. Getty/Marc Piasecki Jennifer Flavin hefur óskað eftir skilnaði við Sylvester Stallone, leikarann kunnuga, eftir 25 ára hjónaband þeirra. Grunsemdir vöknuðu í gær um skilnað hjónanna þegar það birtist mynd af Stallone á netinu þar sem verið var að húðflúra hund yfir tattú hans af Flavin. Fréttamiðlar vestanhafs segja að Flavin hafi lagt fram formlega skilnaðarpappíra föstudaginn 19. ágúst og að ástæðan sem Flavin hafi gefið upp fyrir skilnaðinum þar sé að brot í hjónabandi þeirra séu „óafturkallanleg“. Einnig segir Flavin í skjölunum að Stallone hafi viljandi staðið fyrir sóun á eignum hjónanna sem hafi haft skaðleg efnahagsleg áhrif á hjónabúið. Þá vill hún að honum verði bannað að „selja, flytja, úthluta, dreifa eða sólunda“ eignum þeirra á meðan skilnaðurinn stendur yfir. Tattúið af hundinum vakti grunsemdir fólks „Ég elska fjölskylduna mína. Við erum að takast á við þessi einkamál á vinalegan og persónulegan máta,“ sagði Stallone í yfirlýsingu til fjölmiðla. Nýja tattúið af hundinum Brutkus á upphandlegg Stallone en þar áður var tattú af Jennifer Flavin.Facebook Orðrómar um skilnað þeirra hjóna fóru á flug í gær þegar það birtist mynd af Stallone á Facebook. Á henni sat hann á tattústofu og var búinn að láta hylja yfir tattú af Flavin með hundinum Butkus úr Rocky-myndunum. Aðspurður út í tattúið í gær sagði Stallone að lagfæringar á gamla tattúinu af Flavin hefðu mistekist og því hefði hundurinn komið í staðinn. Merking þess væri ekki dýpri en það. Á sama tíma og fréttir berast af skilnaði hjónanna eru þau að taka upp raunveruleikasjónvarpsþætti sem snúast um fjölskyldu þeirra. Það er því spurning hvort skilnaðurinn og tattúið séu partur af skipulagðri raunveruleikasjónvarpsfléttu. Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Húðflúr Tengdar fréttir Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. 21. júlí 2022 10:58 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Fréttamiðlar vestanhafs segja að Flavin hafi lagt fram formlega skilnaðarpappíra föstudaginn 19. ágúst og að ástæðan sem Flavin hafi gefið upp fyrir skilnaðinum þar sé að brot í hjónabandi þeirra séu „óafturkallanleg“. Einnig segir Flavin í skjölunum að Stallone hafi viljandi staðið fyrir sóun á eignum hjónanna sem hafi haft skaðleg efnahagsleg áhrif á hjónabúið. Þá vill hún að honum verði bannað að „selja, flytja, úthluta, dreifa eða sólunda“ eignum þeirra á meðan skilnaðurinn stendur yfir. Tattúið af hundinum vakti grunsemdir fólks „Ég elska fjölskylduna mína. Við erum að takast á við þessi einkamál á vinalegan og persónulegan máta,“ sagði Stallone í yfirlýsingu til fjölmiðla. Nýja tattúið af hundinum Brutkus á upphandlegg Stallone en þar áður var tattú af Jennifer Flavin.Facebook Orðrómar um skilnað þeirra hjóna fóru á flug í gær þegar það birtist mynd af Stallone á Facebook. Á henni sat hann á tattústofu og var búinn að láta hylja yfir tattú af Flavin með hundinum Butkus úr Rocky-myndunum. Aðspurður út í tattúið í gær sagði Stallone að lagfæringar á gamla tattúinu af Flavin hefðu mistekist og því hefði hundurinn komið í staðinn. Merking þess væri ekki dýpri en það. Á sama tíma og fréttir berast af skilnaði hjónanna eru þau að taka upp raunveruleikasjónvarpsþætti sem snúast um fjölskyldu þeirra. Það er því spurning hvort skilnaðurinn og tattúið séu partur af skipulagðri raunveruleikasjónvarpsfléttu.
Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Húðflúr Tengdar fréttir Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. 21. júlí 2022 10:58 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. 21. júlí 2022 10:58