KSÍ auglýsir loks eftir manni í stað Arnars Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:08 Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt tveimur stórum störfum fyrir KSÍ síðustu misseri. vísir/vilhelm Nú þegar tuttugu mánuðir hafa liðið þar sem Arnar Þór Viðarsson hefur verið bæði þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta og sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ hefur síðarnefnda starfið verið auglýst laust til umsóknar. Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira