„Veit ekkert hvenær ég brotnaði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 14:31 Adolf Daði Birgisson hefur fagnað sínum fyrstu þremur mörkum í efstu deild fyrir Stjörnuna í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er mikill skellur en um leið er þetta bara partur af þessu,“ segir Adolf Daði Birgisson, einn af ungu leikmönnum sem slegið hafa gegn í liði Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Tímabilinu er lokið hjá honum. Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn. Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Adolf Daði spilaði síðast með Stjörnunni gegn Breiðabliki 7. ágúst en spilar ekki fleiri leiki í ár vegna álagsbrots í ökkla. Ekki er ljóst hvenær beinið brotnaði en sennilega gerðist það áður en Adolf spilaði gegn Blikum: „Ég býst við því en er svo sem ekkert alveg viss. Ég var alla vega búinn að vera aumur í ökklanum. Ég veit ekkert hvenær ég brotnaði en ég var farinn að finna fyrir þessu í lok júlí,“ segir Adolf Daði í samtali við Vísi. „Þetta er álagsbrot í ökklanum. Ég var búinn að finna fyrir þessu frá því í Víkingsleiknum [30. júlí] og spilaði Blikaleikinn. Eftir þann leik gat ég varla stigið í fótinn og úr því að ég var ekkert að jafna mig þá fór ég í myndatöku þar sem brotið kom í ljós,“ segir Adolf Daði sem eins og fyrr segir spilar ekki meira í haust. „Ég er bara frá út tímabilið. Núna snýst þetta um að einbeita sér að því að halda sér í góðu standi og undirbúa mig sem best fyrir næsta tímabil.“ Þessi 18 ára kantmaður getur engu að síður litið til baka á tímabilið í ár með bros á vör því hann hefur stimplað sig rækilega inn í Bestu deildina og meðal annars skorað sín fyrstu þrjú mörk í efstu deild. „Það er geggjað að koma svona inn og búa sér smávegis til sæti í liðinu, kynnast liðsfélögunum betur og deildinni í heild. Þetta var auðvitað upp og niður hvað frammistöður varðar en heilt yfir er ég bara ánægður,“ segir Adolf Daði með báða fætur á jörðinni, þó annar sé brotinn.
Besta deild karla Stjarnan Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira