Klopp sýnir Ten Hag enga samúð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 08:01 Erik ten Hag og Jürgen Klopp verða á hliðarlínunni á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United og Liverpool mætast í leik þar sem bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda. Getty/Mike Hewitt Hollendingurinn Erik ten Hag stendur nú í svipuðum sporum og Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í fyrir sjö árum. Ten Hag er ætlað að koma stórveldi Manchester United aftur í hæstu hæðir en strax heyrast efasemdaraddir um að hann sé maðurinn til þess, eftir slæm úrslit í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira