Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó handtekinn vegna hvarfs stúdenta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 09:17 Hvarf nemendanna leiddi til mótmælaöldu í Mexíkó. Getty/Brett Gundlock Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf 43 stúdenta árið 2014. Saksóknarinn er sakaður um mannrán, pyntingar og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka. Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka.
Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59
Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34