Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 18:30 Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir var myrt á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku árið 2008. vísir/samsett Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30