Miller biðst afsökunar og segist munu leita sér hjálpar Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2022 07:04 Ezra Miller er á leið undir læknishendur. Roy Rochlin/Getty Images Leikarinn Ezra Miller hefur beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarin misseri og segist vera á leið í meðferð við geðrænum vanda. „Hafandi gengið í gegnum alvarlega krísu undanfarið, skil ég núna að ég glími við fjölþættan geðrænan vanda og hef hafið meðferð við honum,“ segir Miller í fréttatilkynningu sem hán sendi Variety. Mikið hefur gustað um Miller undanfarið, ekki síst í tengslum við komur háns hingað til lands. Myndband sem tekið var árið 2020 sýnir hán taka unga konu hálstaki fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Reykjavík og nú síðast steig önnur ung kona fram og deildi reynslu sinni af martraðarkenndri dvöl með Miller á Hótel Laugarbakka. Þá hefur verið greint frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Biðst afsökunar á að hafa valdið áhyggjum Leikarinn hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarið án þess þó að gangast beint við ásökunum um ofbeldi. „Ég vil biðja alla afsökunar sem ég hef valdið áhyggjum eða komið í uppnám með hegðun minni í fortíðinni. Ég hef einsett mér að vinna nauðsynlega vinnu til að komast aftur á heilbrigðan, öruggan og afkastamikinn stað í lífinu,“ segir hán. Heimildarmaður Variety nálægt kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros. Discovery segir að fyrirtækið styðji ákvörðun Millers að leita sér hjálpar. Hán leikur tvö stór hlutverk í kvikmyndum framleiðslufyrirtækisins, Flash í samnefndri kvikmynd um ofurhetjuna fótfráu og Creedence Barebone í myndaflokknum Fantastic Beasts, sem er forsaga að sögunum um Harry Potter. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Miller verði skipt út úr hlutverkunum tveimur með tilheyrandi framleiðsluvanda. Bíó og sjónvarp Hollywood Mál Ezra Miller Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Hafandi gengið í gegnum alvarlega krísu undanfarið, skil ég núna að ég glími við fjölþættan geðrænan vanda og hef hafið meðferð við honum,“ segir Miller í fréttatilkynningu sem hán sendi Variety. Mikið hefur gustað um Miller undanfarið, ekki síst í tengslum við komur háns hingað til lands. Myndband sem tekið var árið 2020 sýnir hán taka unga konu hálstaki fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Reykjavík og nú síðast steig önnur ung kona fram og deildi reynslu sinni af martraðarkenndri dvöl með Miller á Hótel Laugarbakka. Þá hefur verið greint frá því að Miller hafi komist í kast við lögin á Hawaii og í Vermont í Bandaríkjunum. Biðst afsökunar á að hafa valdið áhyggjum Leikarinn hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni undanfarið án þess þó að gangast beint við ásökunum um ofbeldi. „Ég vil biðja alla afsökunar sem ég hef valdið áhyggjum eða komið í uppnám með hegðun minni í fortíðinni. Ég hef einsett mér að vinna nauðsynlega vinnu til að komast aftur á heilbrigðan, öruggan og afkastamikinn stað í lífinu,“ segir hán. Heimildarmaður Variety nálægt kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros. Discovery segir að fyrirtækið styðji ákvörðun Millers að leita sér hjálpar. Hán leikur tvö stór hlutverk í kvikmyndum framleiðslufyrirtækisins, Flash í samnefndri kvikmynd um ofurhetjuna fótfráu og Creedence Barebone í myndaflokknum Fantastic Beasts, sem er forsaga að sögunum um Harry Potter. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Miller verði skipt út úr hlutverkunum tveimur með tilheyrandi framleiðsluvanda.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mál Ezra Miller Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira