„Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 19:00 Birna Kristín Sigurjónsdóttir sjálfboðaliði hjá samtökunum Pepp Arnar Halldórsson Einstæð móðir og sjálfboðaliði í samtökum um fátækt segir fólk kvíða hækkandi útgjöldum sem fylgja skólabyrjun. Hún leggur til að börnum verði útvegaðar skólatöskur. Vaxandi verðbólga bitni helst á þeim sem glíma við fátækt. Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
„Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?