Einvalalið borðtennisleikara náði mögnuðu skoti í bjórtennis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. ágúst 2022 14:41 Tómas Ingi Shelton og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson bregðast við skoti Péturs Gunnarssonar sem keppti ásamt bróður sínum Skúla og sigruðu beerpong-keppnina. Þorkell Máni Þorkelsson festi myndbandið á filmu. Skjáskot/Þorkell Máni Þorkelsson Einvalalið borðtennisleikara náði ótrúlegu skoti í bjórtennis í gærkvöldi í kveðjupartýi ríkjandi Íslandsmeistara. „Ég var að lenda í ótrúlegasta beerpong mómenti sögunnar,“ skrifar Pétur Marteinn Urbancic sem birti myndbandið. Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum. Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum.
Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira