Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda. VÍSIR/VILHELM Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur. Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur.
Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00
Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36
Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36