Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 14:01 Stjörnukonur náðu í stig gegn Blikum undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira