Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 11:23 Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira