Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Jón Már Ferro skrifar 9. ágúst 2022 23:21 Sif Atladóttir var ósátt í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. „Við vitum að Þróttur refsar fyrir svona, þær eru búnar að fá Ollu til baka í línuna sem er öflug fyrir þær og Danielle. Þær eru heitar saman en þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur í þessum mómentum í byrjun. Svo þarf ég að sjá þriðja markið aftur, mér fannst hún vera rangstæð þegar boltinn kom en ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað þetta er. Við þurfum að fara leggja boltanum bara í hornin.“ Sif vildi meina að þær hefðu getað verið örlítið þolinmóðari sóknarlega. „Við erum svolítið heitar á boltanum, erum að sendan kannski aðeins of snemma frá okkur í staðin fyrir að drippla boltanum aðeins lengur í áttina að leikmanninum. Við erum svolítið í að senda boltann á leikmenn í staðin fyrir í svæði. Mér fannst við samt alveg eiga þokkalega góð færi. Við erum að hamra honum aðeins yfir markið. Það vantar smá sjálfstraust og smá heppni líka en mér fannst við eiga nokkra góða spil kafla í fyrri hálfleik og hefðum getað sett verulega pressu á Þróttarana. Það er ráðgátan sem við þurfum að taka inn og leysa fyrir næsta leik.“ Eins og bæði leikmenn og þjálfarar þá finnst Sif dómgæslan bæði í þessum leik og í deildinni heilt yfir vera léleg. „Þetta er bara hættulegt, ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik sem hefði bara sett línu. Ef þú skoðar tölfræðina yfir spjöld kvenna megin og spjöld karla megin, þá eru karlarnir að fá miklu fleiri spjöld. Það er samt ekkert minni harka, undir lokin á þessum leik, þetta er bara hættulegt fyrir bæði lið því það er engin lína og eitt spjald í svona leik. Það er eitthvað vafasamt við það. Hann flautar ekki í fyrri hálfleik þegar það er verið að taka lappirnar undan fólki. Svo allt í einu á síðustu 10 mínútunum þá ætlaru að fara dæma. Það er engin lína í leiknum og spjöldin eru þarna. Þú verður að flauta til að gefa aukaspyrnuna. Fyrir hvert flaut tikkar það inn í kladdann, eftir þrjú gróf brot eða þrjú brot þá er þetta spjald. Þetta bara setur ákveðna línu fyrir leikmenn. Það er verið að tala um að vernda leikmenn, bæði lið eru bara að spila langt yfir einhverri línu. Þetta er eitthvað sem dómararnir verða að fara taka inn okkar megin. Það er ekki bara hægt að sleppa einhverjum brotum bara afþví bara. Það verður að fara gera eitthvað í þessu, það er allt í lagi að spjalda í kvennaleik. Nenniði að kíkja á tölfræðina, þetta spjaldadæmi er bara eitthvað djók.“ Sjálf segist Sif ekki vera með svarið hvers vegna dómgæslan sé svona léleg. Hún segist hinsvegar vera til í að ræða málin við dómarana. „Ég væri alveg til í að setjast niður með dómurum og ræða þetta því ég er ekkert einhver ungur kjúklingur, ég er búin að spila ansi marga leiki og ég er alveg til í að ræða þetta við þá, en það er bara alltaf sama svarið. Ég sá þetta ekki, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit að þeir eru að gera sitt besta og allt það en það eru góðir dómarar hérna. Við þurfum kannski bara að fara hafa aðeins meira eftirlit. Línan verður að fara koma fyrr í leikjunum hjá okkur líka. Þetta er ekkert nýtt. Þetta er sami fótboltaleikur og hjá strákunum. Mér finnst leiðinlegt að taka þetta svona upp. Mér finnst þetta bara verða að koma upp því við erum að æfa hérna 10 sinnum í viku eða eitthvað og við erum að gera okkar allra besta en það er erfitt að fara draga línuna einhverstaðar þar sem það er engin lína dregin fyrir mann heldur.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
„Við vitum að Þróttur refsar fyrir svona, þær eru búnar að fá Ollu til baka í línuna sem er öflug fyrir þær og Danielle. Þær eru heitar saman en þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur í þessum mómentum í byrjun. Svo þarf ég að sjá þriðja markið aftur, mér fannst hún vera rangstæð þegar boltinn kom en ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað þetta er. Við þurfum að fara leggja boltanum bara í hornin.“ Sif vildi meina að þær hefðu getað verið örlítið þolinmóðari sóknarlega. „Við erum svolítið heitar á boltanum, erum að sendan kannski aðeins of snemma frá okkur í staðin fyrir að drippla boltanum aðeins lengur í áttina að leikmanninum. Við erum svolítið í að senda boltann á leikmenn í staðin fyrir í svæði. Mér fannst við samt alveg eiga þokkalega góð færi. Við erum að hamra honum aðeins yfir markið. Það vantar smá sjálfstraust og smá heppni líka en mér fannst við eiga nokkra góða spil kafla í fyrri hálfleik og hefðum getað sett verulega pressu á Þróttarana. Það er ráðgátan sem við þurfum að taka inn og leysa fyrir næsta leik.“ Eins og bæði leikmenn og þjálfarar þá finnst Sif dómgæslan bæði í þessum leik og í deildinni heilt yfir vera léleg. „Þetta er bara hættulegt, ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik sem hefði bara sett línu. Ef þú skoðar tölfræðina yfir spjöld kvenna megin og spjöld karla megin, þá eru karlarnir að fá miklu fleiri spjöld. Það er samt ekkert minni harka, undir lokin á þessum leik, þetta er bara hættulegt fyrir bæði lið því það er engin lína og eitt spjald í svona leik. Það er eitthvað vafasamt við það. Hann flautar ekki í fyrri hálfleik þegar það er verið að taka lappirnar undan fólki. Svo allt í einu á síðustu 10 mínútunum þá ætlaru að fara dæma. Það er engin lína í leiknum og spjöldin eru þarna. Þú verður að flauta til að gefa aukaspyrnuna. Fyrir hvert flaut tikkar það inn í kladdann, eftir þrjú gróf brot eða þrjú brot þá er þetta spjald. Þetta bara setur ákveðna línu fyrir leikmenn. Það er verið að tala um að vernda leikmenn, bæði lið eru bara að spila langt yfir einhverri línu. Þetta er eitthvað sem dómararnir verða að fara taka inn okkar megin. Það er ekki bara hægt að sleppa einhverjum brotum bara afþví bara. Það verður að fara gera eitthvað í þessu, það er allt í lagi að spjalda í kvennaleik. Nenniði að kíkja á tölfræðina, þetta spjaldadæmi er bara eitthvað djók.“ Sjálf segist Sif ekki vera með svarið hvers vegna dómgæslan sé svona léleg. Hún segist hinsvegar vera til í að ræða málin við dómarana. „Ég væri alveg til í að setjast niður með dómurum og ræða þetta því ég er ekkert einhver ungur kjúklingur, ég er búin að spila ansi marga leiki og ég er alveg til í að ræða þetta við þá, en það er bara alltaf sama svarið. Ég sá þetta ekki, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit að þeir eru að gera sitt besta og allt það en það eru góðir dómarar hérna. Við þurfum kannski bara að fara hafa aðeins meira eftirlit. Línan verður að fara koma fyrr í leikjunum hjá okkur líka. Þetta er ekkert nýtt. Þetta er sami fótboltaleikur og hjá strákunum. Mér finnst leiðinlegt að taka þetta svona upp. Mér finnst þetta bara verða að koma upp því við erum að æfa hérna 10 sinnum í viku eða eitthvað og við erum að gera okkar allra besta en það er erfitt að fara draga línuna einhverstaðar þar sem það er engin lína dregin fyrir mann heldur.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21