Giftu sig degi of snemma Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 23:00 Þrátt fyrir að gosið hafi byrjað degi eftir brúðkaupið náðu Michael, Benno og Julija að skella sér í myndatöku við hraunið. Aðsend Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija. Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija.
Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“