Vildu ekki sjá Partey: „Ofbeldismenn verða að sæta ábyrgð burt séð frá mikilvægi þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 07:00 Partey í leik föstudagsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Borða sem var flogið aftan úr flugvél yfir Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, þegar Arsenal vann þar 2-0 sigur í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld hefur vakið athygli. Stuðningsmenn Arsenal voru að baki borðanum ásamt kvenréttindabaráttuhreyfingunni Level Up. Stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Ganamanninn Thomas Partey í liði sínu á meðan nauðgunarkærur hanga yfir honum. Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira