Hver er „slátrarinn frá Amsterdam“ sem Man. United borgaði níu milljarða fyrir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 09:31 Lisandro Martinez í búningi Manchester United eftir að gengið hafði verið frá samningnum og kaupunum frá Ajax. Getty/Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, náði loksins í sinn mann í gær þegar United gekk frá kaupunum á Lisandro Martinez frá hollenska félaginu Ajax. Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022 Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira