Stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 08:01 Cristiano Ronaldo þarf líklega bara að sætta sig við það að spila áfram með Manchester United. Getty/Bryn Lennon Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið upp í lofti síðustu vikur eftir að það lak út að hann vildi spila með liði sem væri með í Meistaradeildinni. Þar verður lið Manchester United ekki á komandi leiktíð. Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira