Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2022 11:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill fækka sýslumönnum í einn. Vísir/Vilhelm Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14
Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent