Sýndi gríðarlegan karakter og vann á lokaholunni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 15:30 Henderson fagnaði sigri í dag eftir frábæra spilamennsku síðustu daga. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson fagnaði í dag sigri á Evian-risamótinu í golfi á LPGA-mótaröðinni. Spennan var mikil á lokahringnum. Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022 Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira