Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2022 07:30 Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Heilsugæsla Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Sem fyrsti þingmaður kjördæmisins fagna ég þessu ákaflega enda fullnægir þessi framkvæmd markmiðum þingsályktunartillögu sem ég lagði fram í lok apríl þar sem Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að fá Sjúkratryggingar Íslands til að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Það er löngu vitað að heilsugæslan eins og hún er er löngu sprungin og annar engan veginn þeim íbúafjölda sem er á Reykjanesi. Um of langt skeið hafa íbúar á Suðurnesjum barist fyrir bættri heilsugæslu á svæðinu og löngu vitað að við núverandi ástand yrði ekki unað. Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og til viðbótar allir þeir ferðamenn sem um svæðið fara. Almennt er miðað við að hver heilsugæslustöð annist um 12.000 íbúa eða svo, þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Ekki er unnt að auka við stöðugildi við heilsugæsluna þar sem ekki er pláss fyrir fleira starfsfólk né aukna þjónustu, öll rými eru í notkun á hverjum degi og hluti starfseminnar fer fram í öðru húsnæði. Þess utan er takmarkaður fjöldi bílastæða í kringum stofnunina og skapast oft mikið öngþveiti og vandræði því tengdu. Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hefur verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar 19 heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem efstar voru í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru sem sagt ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra. Það er því okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins mikið ánægjuefni að nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Við bindum vonir við að hún muni stórbæta ástandið og það er von mín að nú verði unnið hratt og ötullega að því að koma upp einkarekinni heilsugæslu sem verður kærkomin viðbót og liðsauki við öfluga heilsugæslu HSS. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun