Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2022 08:03 Um 500 manns búa á Djúpavogi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti. "Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
"Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira